Innlent

Ólafur fagnar gagnrýni Evu Joly

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari bankahrunsins.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari bankahrunsins.

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari bankahrunsins, fagnar gagnrýni og ráðningu Eva Joly eins fremsta rannsakanda efnahagsbrota okkar tíma. Joly sagði á opnum fundi í Háskólanum í Reykjavík í dag að það væri brandari að einungis fjórir starfsmenn væru við störf hjá embætti sérstaks saksóknara efnahagshrunsins. Hún hefur verið ráðin til að aðstoða ríkistjórnina við rannsókn á hruninu.

Ólafur segir jákvætt að Joly leggi þetta til og sé embættinu einungis til góða. ,,Það er verið að leggja áherslu á það að þetta embætti verði nægjanlega stórt og stæðilegt til að takast á við verkefnið. Þannig að ég hlýt að fagna þessum orðum."

Stærri en fjórir karlar


,,Þegar af stað var farið lá alltaf fyrir að embættið yrði stærra en fjórir karlar," segir Ólafur. Í lögum um embættið er gert ráð fyrir að starfsmenn þess verði orðnir allt að tíu í árslok og þá rúmi aðstaða embættisins í Borgartúni 12 til 14 starfmenn.

,,Þannig að það var alltaf gert ráð fyrir að embættið myndi stækka og þróast með verkefninu," segir Ólafur og bætir við strax að á mánudaginn hefji nýr starfsmaður störf hjá embættinu.

Góður fundur með Joly

Ólafur fundaði með Joly í gær og segir hann að sá fundur hafi verið gagnlegur. Ljóst sé að hún búi yfir mikilli þekkingu reynslu sem muni nýtast embætti sérstaks saksóknar. Ólafur bætir við að embættið muni einnig njóta góðs af reynslu efnhagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra.


Tengdar fréttir

Eva Joly kölluð til hjálpar

Eva Joly, sem kölluð hefur verið einn fremsti rannsakandi efnahagsbrota í heiminum, hefur verið ráðinn sérstakur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar. Joly, sem gat sér gott orð í ELF málinu í Frakklandi á sínum tíma, mun veita ríkisstjórninni og þeim aðilum sem rannsaka aðdraganda bankahrunsins ráðgjöf á komandi misserum.

Joly: Brandari að fjórir starfi við rannsókn á bankahruninu

Það er brandari að einungis fjórir starfsmenn séu við störf hjá embætti sérstaks saksóknara efnahagshrunsins, segir Eva Joly, einn fremsti rannsakandi efnahagsbrota okkar tíma. Hún hefur verið ráðin til að aðstoða ríkistjórnina við rannsókn á hruninu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.