Viðskipti innlent

Sex af tíu stærstu fjárfestingum Straums voru í fyrirtækjum tengdum Björgólfi

Sigríður Mogensen skrifar
Björgólfur Thor Björgólfsson var stjórnarformaður Straums. Mynd/ Valgarður.
Björgólfur Thor Björgólfsson var stjórnarformaður Straums. Mynd/ Valgarður.

Sex af tíu stærstu fjárfestingum Straums voru um tíma í fyrirtækjum í eigu eða tengdum Björgólfi Thor Björgólfssyni. Verðmæti fjárfestinganna er um níutíu milljarðar. Björgólfur var jafnframt stærsti eigandi bankans.

Björgólfur Thor Björgólfsson var sem kunnugt er stærsti eigandi Straums ásamt föður sínum. Björgólfur var auk þess stjórnarformaður Straums þegar Fjármálaeftirlitið tók bankann yfir.

Á listanum yfir tíu stærstu fjárfestingar Straums í skráðum og óskráðum félögum, frá því snemma árs 2008, eru í það minnsta sex félög tengd Björgólfi Thor.

Hér er í fyrsta lagi um að ræða Landsbankann, Novator Pharma Holding og Novator Credit Fund.

Þá voru félögin Play, Netia og CCP í eigu Novator One sem Novator, félag Björgólfs, rak. Novator fékk hlutdeild í hagnaði sjóðsins.

Hér er um að ræða fjárfestingar að verðmæti 90 milljarða króna.
Að Landsbankanum frátöldum eru sumar þessara fjárfestinga enn talsvert verðmætar.

Vogunarsjóðurinn Boreas Capital Fund er einnig á listanum yfir stærstu fjárfestingar Straums. Sá sjóður fjárfesti meðal annars í Tanganyika Oil Company og Net Entertainment. Boreas Capital hefur verið kenndur við Ragnar Þórisson og Frank Pitt, sem eru vinir og viðskiptafélagar Björgólfs.

Samkvæmt upplýsingum frá Novator er Björgólfur Thor ekki tengdur Boreas Capital, Tanganyika Oil Company né Net Entertainment.

Þess má geta að flestar þessara fjárfestingaákvarðana Straums voru teknar á árunum 2005 og 2006, en þá var bankinn aðallega rekinn sem fjárfestingabanki.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
2,03
5
20.272
HEIMA
0,91
3
35.792
SKEL
0
2
219
SIMINN
0
1
503
MARL
0
2
61.880

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-0,58
7
22.145
ORIGO
-0,22
1
784
SJOVA
-0,07
1
1.420
SKEL
0
2
219
SIMINN
0
1
503
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.