Innlent

Lögmaður spyr hvort Davíð hafi brotið lög

Sigurður G. Guðjónsson.
Sigurður G. Guðjónsson. Mynd/Pjetur

Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður, spyr hvort að Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, hafi með stórfelldum lánveitingum til gjaldþrota bankakerfis gerst sekur um umboðssvik.

„Í lok árs 2008 voru skuldir ríkissjóðs um 931 milljarðar króna. Þar vó þyngst endurfjármögnun ríkissjóðs á Seðlabanka Íslands að fjárhæð 581 milljarðar króna. Af þeirri fjárhæð má rekja um 270 milljarða króna til tapaðra veðlána bankans til hérlendra fjármálafyrirtækja í bankastjóratíð Davíðs Oddssonar," segir lögmaðurinn í pistli sem birtist á Pressan.is í dag.

Sigurður telur að fróðlegt væri að fá upplýst hversu háar fjárhæðir Seðlabankinn hafi lánað bönkunum á árinu 2008 þegar þeir voru að hruni komnir líkt og Davíð á að hafa sagt við Geir H. Haarde allt fram að þjóðnýtingu Glitnis.

„Sú spurning hlýtur að vakna hvort seðlabankastjórinn hafi með ákvörðunum sínum um stórfelldar lánveitingum til gjaldþrotabankakerfis gerst sekur um umboðssvik í skilningi 249. gr. almennra hegningarlaga," segir Sigurður í pistlinum sem er hægt að lesa hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.