Innlent

Alls 22 handteknir á Vatnsstíg

Lögreglan leiðir einn mótmælandann út í bíl. Mynd/ V. Grettisson.
Lögreglan leiðir einn mótmælandann út í bíl. Mynd/ V. Grettisson.

Sextán mótmælendur voru handteknir í aðgerðum lögreglu á Vatnsstíg í morgun og hafa þá alls 22 verið teknir. Lögreglan hefur þegar ekið fólkinu í burtu og verður það fært til skýrslutöku. Fulltrúar frá eigendum eru að skoða húsið. Fólk sem hefur fylgst með er reitt og svekkt yfir aðgerðum lögreglu að sögn fréttamanns Stöðvar 2 og Vísis sem er á staðnum.

Lögregla beitti piparúða gegn hústökufólkinu, en að sögn lögreglumanna var það svar við því að fólkið hafði úðað á lögreglu úr duftslökkvitæki og skvett málningu á lögreglu. Nágrannar sem fréttastofa ræddi við segja að húsið hafi staðið mannlaust í langan tíma. Þar hafi gjarnan haldið sig ógæfufólk „Heldur vildi ég hafa þessa krakka en einhverja dópista liggjandi þarna inni að sprauta sig," sagði einn nágranninn sem ekki vildi láta nafn síns getið.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.