Innlent

Skyttur í viðbragðsstöðu vegna ísbjarnargabbs

Ísbjörninn sem kom á Þverárfjall í byrjun júní í fyrra.
Ísbjörninn sem kom á Þverárfjall í byrjun júní í fyrra.
Hópur Akureyringa í skemmtiferð um Skagafjörð gabbaði fjölmiðla og lögreglu í dag með rangri tilkynningu um ísbjörn norðan við Hofsós. Eftir að frétt birtist um málið laust fyrir klukkan hálffjögur ræsti lögreglan á Sauðárkróki út mannskap og setti skyttur í viðbragðsstöðu. Um hálftíma síðar kom hið sanna í ljós.

Sigurður Guðmundsson, verslunarmaður á Akureyri, viðurkenndi í samtali við fréttastofuna að hafa staðið fyrir gabbinu ásamt um þrjátíu Akureyringum í skemmtiferð um Skagafjörð. Þetta hafi verið létt spaug á laugardegi.

Yfirlögregluþjóninum á Sauðárkróki, Stefáni Vagni Stefánssyni, var hins vegar ekki jafn skemmt. Hann segir lögregluna líta málið alvarlegum augum enda hafi lögreglumenn verið á leið á vettvang og búið að setja skyttur í viðbragðsstöðu þegar í ljós kom að um gabb var að ræða. Stefán segir að athæfi sem þetta geti varðað við lög og það verði skoðað hvernig brugðist verður við.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×