Viðskipti innlent

„Öll mín verk þola dagsbirtuna, eigendurnir sáu um fjárfestingar“

Gunnar Örn Jónsson skrifar
Þór Sigfússon, fyrrum forstjóri Sjóvár.
Þór Sigfússon, fyrrum forstjóri Sjóvár.
„Ég er feginn að þessi athugun fari fram, öll mín verk þola dagsbirtuna. Fjárfestingar félagsins voru fyrst og fremst á ábyrgð eigenda félagsins en mitt verkefni var fyrst og fremst vátryggingastarfsemin. Ég var þó ábyrgur fyrir allri starfsemi félagsins en mér er ekki kunnugt um að nokkuð ólöglegt hafi farið fram. Rannsóknin mun síðar leiða í ljós hvort eitthvað ólöglegt hafi átt sér stað," sagði Þór Sigfússon, fyrrum forstjóri Sjóvár, aðspurður um þá húsleit sem embætti sérstaks saksóknara gerði í höfuðstöðvum Sjóvár og Milestone fyrr í dag.

„Ég stóð heiðarlega að öllu því sem ég tók mér fyrir hendur í minni vinnu hjá Sjóvá. Þeir sem áttu félagið sáu um fjárfestingar þess," sagði Þór. Sjóvá var að stærstum hluta í eigu Milestone og Glitnis á þeim tíma sem Þór var forstjóri Sjóvár.

Þór játti því að húsleit hafi verið gerð heima hjá honum og öðrum stjórnarmönnum félagsins. „Það voru fengnar tölvur hjá stjórnendum og stjórn félagsins," sagði Þór.

„Ég er alveg sannfærður um að engir óeðlilegir viðskiptahættir hafi átt sér stað. Allar fjárfestingar voru gerðar í samræmi við fjámálaeftirlitið sem fékk öll gögn í hendurnar varðandi fjárfestingar Sjóvár," sagði Þór að lokum í samtali við Vísi.




Tengdar fréttir

Tilkynning frá Sjóvá: Húsleit tengist fjárfestingastarfsemi

jóvá hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna húsleitar embættis sérstaks saksóknara í höfuðstöðvum Sjóvar í morgun. Vill fyrirtækið árétta að sú rannsókn sem nú fer fram á málum er varða samskipti Sjóvár og Milestone, snýr eingöngu að fjárfestingatengdri starfsemi en hefur ekkert með tryggingastarfsemi Sjóvár að gera.

Húsleit hjá Milestone og Sjóvá

Embætti Sérstaks saksóknara er nú við húsleit í höfuðstöðvum Sjóvár. Hörður Arnarson, forstjóri fyrirtækisins, staðfestir að þar séu menn að safna gögnum og starfsmenn fyrirtækisins aðstoði þá eftir bestu getu.

Leitað á skrifstofu Samtaka atvinnulífsins

Einn af þeim fjölmörgu stöðum sem starfsmenn sérstaks saksóknara gerðu húsleit á í dag er á starfsstöð Þórs Sigfússonar, formanns Samtaka atvinnulífsins, á skrifstofu samtakanna, en Þór hefur haft þar starfsaðstöðu í nokkrar undanfarnar vikur.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×