Innlent

Róleg umferð enn sem komið er

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan fylgist vel með um helgina. Mynd/ Hörður.
Lögreglan fylgist vel með um helgina. Mynd/ Hörður.
Umferð út úr bænum hefur verið róleg það sem af er degi, samkvæmt upplýsingum frá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „En það var þónokkuð mikil umferð í gærkvöldi. Það er greinilegt að helgarumferðin byrjaði í gær," segir Kristófer Sæmundsson, varðstjóri í umferðardeild, í samtali við fréttastofu. Hann sagði erfitt að átta sig á því hvort umferðin hefði frekar verið um Suðurlandsveg eða Vesturlandsveg. Líklegast hefði það verið svipað. Kristófer býst við því að umferðin muni aukast þegar líður á daginn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×