Viðskipti innlent

Forstöðumanni hjá HR boðið á þing um fjármálalæsi

Alþjóðabankinn og Efnahags og framfarastofnunin hafa boðið Breka Karlssyni, forstöðumanni Stofnunar um fjármálalæsi við Háskólann í Reykjavík (HR), á málþing um fjármálalæsi og rannsóknir á því í Washington 12.-13. nóvember nk. Á þinginu heldur Breki framsöguerindi og tekur síðan þátt í pallborðsumræðum.

 

Að sögn Breka er boðið tilkomið vegna rannsóknar hans og Bryndísar Bjarkar Ásgeirsdóttur, lektors við kennslufræði- og lýðheilsudeild HR á fjármálalæsi á Íslandi, en nefnd á vegum OECD valdi þá rannsókn sem eina af 10 rannsóknum sem notaðar skyldu sem viðmið til að mynda fjármálalæsisrannsóknarstaðal sem OECD er að útbúa, að því er segir í tilkynningu frá skólanum.

 

Breki Karlsson segir þetta boð vera mikla viðurkenningu fyrir Háskólann í Reykjavík.

 

„Það er óhætt að segja að Háskólinn í Reykjavík sé á hraðri leið með að skipa sér í fremstu röð í fjármálalæsi, en aðrir háskólar sem eiga fulltrúa á þessari ráðstefnu eru t.a.m. MIT og Harvard, háskólar sem eiga eftir að móta framtíð fjármálalæsis í heiminum," segir Breki.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
5,11
14
50.451
ICEAIR
2,95
34
234.414
SIMINN
2,83
27
416.767
REGINN
2,29
14
153.964
EIM
2,23
15
226.541

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
-0,39
12
242.543
SYN
-0,23
9
140.003
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.