Innlent

Góð mæting á Austurvöll

Fjölmenni er á Austurvelli, þar sem mótmæli á vegum Radda fólksins fer fram, og er völlurinn fullur af fólki. Mótmælin hafa farið friðsamlega fram. Ræðumenn í dag eru Lilja Mósesdóttir hagfræðingur, Þorvaldur Þorvaldsson trésmiður og Lárus Páll Birgisson sjúkraliði.

Þetta er í fjórtánda sinn sem mótmælendur koma saman á Austurvelli á laugardag. Yfirskrift fundarins er sem fyrr Breiðfylking gegn ástandinu, og eru kröfur hópsins þær að ríkisstjórnin og stjórnir Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins víki og boðað verði til kosninga sem fyrst.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×