Viðskipti innlent

Standa fyrir ókeypis námskeiði í stofnun fyrirtækja

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Nokkrir háskólanemendur hafa tekið sig saman til að berjast gegn samdrættinum og atvinnuleysinu sem Íslendingar horfast nú í augu við. Þeir hafa ákveðið að fara af stað með frítt námskeið í stofnun fyrirtækja. Í tilkynningu segir að um sé að ræða þriggja mánaða námskeið þar sem þáttakendur fara í gegnum allt ferlið við það að stofna fyrirtæki, „allt frá því að hugmynd kviknar og þangað til að hugmyndin er orðin að rekstri sem skilar reglulegum tekjum.“ Kennt verður tvö kvöld í viku og byrjar kennslan 18. maí næstkomandi.

Í dag, fimmtudaginn 30. apríl kl 17:00 verður haldinn opinn kynningarfundur um námskeiðið. Á fundinum verða viðfangsefni námskeiðsins kynnt og spurningum svarað. Kynningarfundurinn verður í stofu 231a, í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2. Einnig verður opið fyrir skráningu á staðnum.

Unnið er að því að fá styrktaraðila til að leggja lágmarks hlutafé í fyrirtæki allra þeirra sem útskrifast af námskeiðinu.

Þeir sem skrá sig á námskeiðið hljóta:

• Fræðslu um stofnun fyrirtækja

• Aðstoð við að móta fyrirtækjahugmyndir

• Fyrirlestra frá fagaðilum um sölumennsku, bókhald, markaðssetningu o.s.frv.

• Reynslusögur annarra frumkvöðla

• Fjárhagsstuðning í formi niðurgreiðslu á stofnhlutafé

• Aðstoð við formlega stofnun fyrirtækis

• Aðstoð við að finna ódýrt/ókeypis húsnæði

• Rekstrarráðgjöf

• ECTS námseiningar til háskólagráðu fyrir þá sem skrá sig í viðbótarnámskeið

• Sín eigin fyrirtæki og forræði yfir eigin framtíð :)

„Námskeiðið er skipulagt af fólki í sjálfboðastarfi og engar tekjur munu verða af því. Skipuleggjendur námskeiðsins eru ekki sérfræðingar á þessu sviði, heldur námsmenn með reynslu af fyrirtækjarekstri. Fengnir verða fagmenn og sérfræðingar til að kafa dýpra ofan málin," segir ennfremur.

Skráning fer fram því að senda tölvupóst á stofnun@gmail.com.Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
1,63
42
800.143
TM
0,54
4
42.574
EIM
0
2
17.743
VIS
0
2
816

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,08
40
141.521
ORIGO
-2,92
7
31.747
FESTI
-1,78
7
122.200
HAGA
-1,17
17
266.649
REITIR
-1,12
8
128.105
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.