Lífið

Belgískt grín

Umdeildur Uppistandarinn Lieven Scheire er þekktur og umdeildur í Belgíu.
Umdeildur Uppistandarinn Lieven Scheire er þekktur og umdeildur í Belgíu. Mynd/Rökkvi
Belgíski atvinnugrínistinn Lieven Scheire skemmtir á Batteríinu á fimmtudagskvöld. Auk hans flytja Rökkvi Vésteinsson og Sveinn Waage uppistand á ensku.

Scheire er með eigin sjónvarpsþátt í Belgíu ásamt hljómsveit sinni, Neveneffecten og vann The Luneatics Award, belgísk uppistandsverðlaun árið 2002.

Árið 2000 var Scheire í skiptinámi á Íslandi og kynntust þeir Rökkvi þá. Þeir hafa áður staðið fyrir uppistandi á Íslandi, árið 2006. Lieven verður einnig með spunaleiklistarnámsskeið í Hinu húsinu næsta laugardagskvöld.

Dagskráin hefst klukkan níu og kostar þúsund krónur inn.

-kbs





Fleiri fréttir

Sjá meira


×