Körfubolti

Margrét Kara: Vildi helst spila í fyrramálið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR.
Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR. Mynd/Vilhelm

Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, var ánægð með sigur sinna manna á Haukum í úrslitarimmu liðanna um Íslandsmeistartitil kvenna í körfubolta.

KR vann leikinn, 65-56, og tryggði sér þar með oddaleik á heimavelli Hauka á miðvikudagskvöldið.

„Þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir og helst vildi ég spila oddaleikinn í fyrramálið," sagði Margrét Kara aðspurð um oddaleikinn.

„En leikurinn í kvöld var dæmigerður fyrir leik í úrslitakeppninni. Ég tel að ef við náum góðu flæði í sókninni og spilum grimma vörn mun þetta ganga upp hjá okkur," sagði hún.

Bæði lið hafa nú unnið bæði á heima- og útivelli í rimmunni og þvi ómögulegt að spá um framhaldið.

„Svo virðist sem að heimavallarrétturinn skiptir ekki jafn miklu máli hjá okkur og karlamegin. En málið er einfalt - við ætlum okkur að vinna þetta."
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.