Innlent

Vegagerðir: Færð á vegum

Það er búið að vera óveður. Fólk er beðið um að athuga færð áður en lagt er í ferðalög.
Það er búið að vera óveður. Fólk er beðið um að athuga færð áður en lagt er í ferðalög.

Þverárhlíðarvegur 522 er lokaður við bæinn Norðtungu vegna raflínu sem liggur á veginum.Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er ekki gert ráð fyrir að hægt verði að opna veginn aftur fyrr en á morgun.

Veðurstöð við Hvamm undir Eyjafjöllum er biluð.

Vegagerðin varar við stormi og slæmu ferðaveðri, sunnan og vestan til á landinu.

Vegfarendur eru beðnir um að kynna sér veðurspá og skilyrði til aksturs.

Á Vesturlandi eru hálkublettir á Bröttubrekku og á Fróðárheiði.

Á Vestfjörðum er hálka á fjallvegum en þó er þæfingur á Dynjandisheiði. Hálkublettir og skafrenningur er á Arnkötludal og snjóþekja og óveður er á Steingrímsfjarðarheiði. Ófært er á Hrafnseyrarheiði.

Á Norðurlandi er hálka og skafrenningur á Öxnadalsheiði og hálkublettir eru á Þverárfjalli, hálka er á Lágheiði. Á Vatnsskarði eru hálkublettir og óveður.

Á Norðausturlandi er hálka, hálkublettir og skafrenningur víða. Ófært er á Öxarfjarðarheiði og á Hólsandi. Á Sandvíkurheiði er hálka og óveður.

Á Austurlandi er ófært um Hellisheiði eystri, Vatnsskarð eystra, Breiðdalsheiði og Öxi. Snjóþekja og skafrenningur er á Fagradal og á Oddskarði. Hálka og óveður er á Fjarðarheiði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×