Innlent

Hundaræktandi á Dalsmynni sigrar í meiðyrðamáli

Kona var dæmd fyrir meiðyrði gagnvart hundaræktanda. Mynd tengist ekki fréttinni beint.
Kona var dæmd fyrir meiðyrði gagnvart hundaræktanda. Mynd tengist ekki fréttinni beint.

Húsfreyjan á hundaræktunarbúinu Dalsmynni, Ásta Sigurðardóttir, sigraði meiðyrðamál gegn Hrafnhildi Jónu Þórisdóttur, en ummælin höfðu verið skrifuð á bloggsíðu í umsjá Hrafnhildar. Um er að ræða fjögur ummæli af sjö sem voru dæmd ómerk. Öll voru þau birt á heimasíðunni hundaspjall.is.

Ásta hefur verið umdeild vegna hundaræktunar á Dalsmynni en einstaklingar hafa gagnrýnt hana fyrir að stunda „hvolpaframleiðslu". Það gerir Hrafnhildur hinsvegar ekki því ummælin sem eru dæmd ómerk eru eftirfarandi:

„Henni er ekkert heilagt til að reyna að skemma mannorð fólks með lygum og hefur hún kennt börnum sínum hvernig á að verja sig. Hún fær fólk með sér í lið til að særa náungann sem stendur upp á móti henni og misbýður hennar framkoma, jafn á mönnum sem dýrum."

„Hún hefur verið dugleg frúin að fylla í eyðurnar hjá mér sem var algjörlega grandalaus fyrir hennar útsmognum lygum um náungann sem ákvað að standa upp á móti henni."

„... og var hún og dætur hennar duglegar að fylla upp í lygar um náungann ..."

„Frúin á Dalsmynni og hennar dætur er meistarar að misnota fólk og láta boltann rúlla...ef þú lendir í því kæri lesandi að þær segi eitthvað við þig um náungann eða eitthvað um þig...þá er bara einn tilgangur með því hjá þeim.... "VARAÐU ÞIG Á ÞEIM"".

Hrafnhildi er gert að greiða Ástu hálfa milljón í málskostnað en kröfu um miskabætur var hafnað.















Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×