Innlent

Hundrað milljarða gjaldþrot Björgólfs

Björgólfur missir sumarbústaðinn sinn í Skorradal.
Björgólfur missir sumarbústaðinn sinn í Skorradal.

Eignir Björgólfs Guðmundssonar, sem hefur verið úrskurðaður gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur, rýrnuðu um 143 milljarði frá byrjun árs 2008.

Björgólfur var í persónulegum ábyrgðum fyrir 96 milljarði en þyngst vó ábyrgð hans í eignarhaldsfélaginu Grettir eða rétt tæpar 28 milljarðir.

Gjaldþrot Björgólfs er það stærsta hjá einstaklingi hér á landi hingað til.

Tapið skýrist að mestu vegna yfirtöku ríkisins á hlutabréfum hans í Landsbankanum og Straumi og verulegrar verðmætarýrnunar annarra fyrirtækja, sem hann var hluthafi í.

Hreinar eignir hans námu í upphafi árs 2008 um 100 milljörðum króna og námu þá skuldir um 35% af heildareignum.

Stærsta einstaka tap Björgólfs var í Landsbankanum eða 81 milljarður.

Eignir Björgólfs voru meðal annars bankainnistæður í Landsbankanum í Lúxemborg sem hann átti í gegnum Bell glopal investment ltd. Þær upphæðir voru á milli 4-6 milljónir evra.

Í tilkynningu segir Björgólfur að hann viti ekki um stöðu þeirra peninga eftir að bankanum var lokað.

Þá átti Björgólfur sumarbústað í Skorradal skráðan á sitt nafn auk hlutabréfa.

Björgólfur áréttar að húsnæði sem hann býr í ásamt eiginkonu sinni, sé skráð á hana og hafi alltaf verið með þeim hætti síðan foreldrar hennar byggðu það fyrir rúmri hálfri öld síðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×