Innlent

Líklegast seljast um 800 þúsund lítrar af áfengi fyrir helgina

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það má búast við því að það verði ys og þys í Vínbúðum í dag. Mynd/ Arnþór.
Það má búast við því að það verði ys og þys í Vínbúðum í dag. Mynd/ Arnþór.
Opnunartími Vínbúða verður með hefðbundnum hætti um verslunarmannahelgina, samkvæmt upplýsingum frá Sigrúnu Ósk Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR. Vínbúðirnar á Dalvegi, í Skeifunni og í Skútuvogi verða opnar til átta í kvöld og á morgun frá 11 - 18. Aðrar vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu verða opnar til klukkan sjö í kvöld og frá 11-18 á morgun.

Vikan fyrir verslunarmannahelgi er ein annasamasta vika árins í Vínbúðunum, samkvæmt upplýsingum á vef Vínbúðanna. Í fyrra komu 127 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar í þeirri viku. Föstudagurinn fyrir verslunarmannahelgi er einn af stærstu dögum ársins. Þann dag í fyrra var engin undantekning, en þá komu tæplega 44 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar. Alls voru seldir tæplega 784 þúsund lítrar af áfengi. Þar af seldist um 698 þúsund lítrar af bjór eða 89% af seldu áfengismagni.

Starfsmenn Vínbúðanna segja að ekkert bendir til annars en að búast megi við svipuðum fjölda viðskiptavina í ár og í fyrra.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×