Innlent

Frítt að æfa á nýja golfvellinum

Æfingavöllurinn skammt frá Miðhúsabraut.
Æfingavöllurinn skammt frá Miðhúsabraut.

tómstundir „Ég veit hreinlega ekki hvort þetta er eini staðurinn á landinu þar sem hægt er að komast ókeypis í golf, en mér þykir það líklegt,“ segir Halldór Rafnsson, formaður Golfklúbbs Akureyrar.

Klúbburinn opnaði nýverið lítinn golfvöll norðan við eiginlegan völl klúbbsins við Miðhúsabraut. Tilgangurinn er að koma til móts við þá sem ekki eru skráðir í golfklúbb en vilja æfa sig við ásættanlegar aðstæður.

Halldór segir notkun vallarins verða fría í ár og næsta ár hið minnsta. „Við erum að reyna að fá þetta landsvæði undir níu holu völl sem hefur þegar verið teiknaður, en þangað til það gerist verður þetta frír sex holu æfingavöllur,“ segir Halldór Rafnsson.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×