Innlent

Heitir fundarlaunum fyrir ísbjörn

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Sigurður Guðmundsson býður fundarlaun hverjum þeim sem færir honum ísbjörninn sinn.
Sigurður Guðmundsson býður fundarlaun hverjum þeim sem færir honum ísbjörninn sinn.

„Ég reyni alltaf að gera eitthvað gott fyrir fólk og gleðja það og þess vegna þoli ég þetta ekki," segir Sigurður Guðmundsson, verslunarmaður, sem varð fyrir því óláni að ísbjarnarlíki í hans eigu var stolið fyrir utan verslun hans, The Viking, við Laugarveg 1 á fimmtudag. „Skítt með hvað þetta kostar," bætir hann við.

Enn hefur ekkert spurst til bangsa, og hefur Sigurður því brugðið á það ráð að bjóða fundarlaun hverjum þeim sem getur skilað honum ísbirninum. Hann segist ekki vilja heita ákveðinni upphæð, en lofar að finnandinn þurfi ekki að kvarta.

„Helmingur barna í Reykjavík grætur að hafa hann ekki fyrir augum," segir Sigurður.

Sigurður er enn bjartsýnn á að ísbjörninn hans skili sér: „Ég lifi eftir því að ef maður hefur ekki bjartsýnina, þá hefur maður ekki neitt. Svo að sjálfsögðu er ég bjartsýnn."

Þeir sem veitt geta upplýsingar um hvarf ísbjarnarins eru beðnir um að hafa samband við Sigurð í síma 894-3039.












Tengdar fréttir

Ísbirni stolið af hrekkjalómi

„Ég er með tvo ísbirni þarna fyrir utan og nú er annað kvikindið horfið,“ segir Sigurður Guðmundsson, verslunarmaður á Akureyri. Sigurður vann sér það til frægðar í síðasta mánuði að narra bæði Morgunblaðið og lögregluna með ísbjarnagabbi. Sigurður varð fyrir því óláni í dag að samskonar ísbjarnarlíki og Sigurður notaði við gabbið var stolið fyrir utan verslun hans The Viking á Laugarvegi 1 í Reykjavík.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×