Innlent

Kærði dópsala til lögreglu fyrir að svindla á sér í viðskiptum

Ungur maður kom inn á lögreglustöðina við Hverfisgötu í Reykjavík um helgina og kærði rán. Hann sagðist hafa hitt tvo útlendinga sem vildu selja honum E- pillur, en þegar hann hafi rétt þeim tíu þúsund krónur, hafi þeir hlaupið á brott.

Hann væri atvinnulaus þannig að þetta kæmi sér afar illa, og bað hann lögreglu að vara almenning við svona mönnum, sem þættust vera heiðvirðrir dópsalar, en væru svo ekkert annað en þjófar.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.