Viðskipti innlent

Jón Ásgeir selur einkaflugvél og snekkju

Snekkja Jóns Ásgeirs og Ingibjargar heitir 101.
Snekkja Jóns Ásgeirs og Ingibjargar heitir 101.
Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamaður hefur selt einkaþotu sína og 50 metra langa snekkju. ,,Það er ágætt að eiga þessa hluti en það er pottþétt hægt að lifa án þeirra," segir Jón í viðtali við Sunday Times.

Nýverið var greint frá því að hann og eiginkona hans Ingibjörg Pálmadóttir ákvaðu að setja lúxusíbúð þeirra á Manhattan í New York á sölu. Þau vilja fá þrjá milljarða króna fyrir íbúðina.

Jón segist eiga Rolls-Royce bifreið hér á landi en það sé einungis vegna þess að erfitt sé að selja notaðar lúxusbifreiðar. Sunday Times fullyrði að Jón hafi tapað helstu persónulegu eignum sínum.

Í viðtalinu segir Jón að bankarnir hefðu líklega ekki fallið ef evra hefði verið gjaldmiðill á Íslandi. Hann segist ítrekað hafa bent á nauðsyn þess að skipta um gjaldmiðil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×