Viðskipti innlent

Keypti Haga á 30 milljarða

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Fjárfestingarfélagið Gaumur, sem er í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu, fékk þrjátíu milljarða króna lán frá Kaupþingi til að kaupa 95 prósenta hlut í Högum af Baugi Group í gegnum félagið 1998 ehf.

Þetta kemur fram í leyniglærum Kaupþings frá yfirferð bankans yfir helstu skuldunauta þann 25. september á síðasta ári, sem Vísir hefur fjallað um undanfarinn sólarhring.

Lánið sem Kaupþing veitti til kaupanna á Högum notaði Baugur Group til að greiða niður skuldir við Kaupþing að upphæð 25 milljarðar og Glitni að upphæð fimm milljarðar.

Í stuttu máli merkir það að Baugsfjölskyldan tók þrjátíu milljarða króna lán til að kaupa Haga af sjálfri sér og notaði lánið til að greiða bæði aðrar skuldir við lánveitanda og við Glitni. 30 milljarða skuld 1998 ehf. stendur þó eftir.

Fyrirtæki í eigu Hagar eru meðal annars Bónus, Hagkaup og fleiri fyrirtæki.

Í lánayfirliti Kaupþings kemur fram að skuldir Baugs námu um 1,6 milljarði evra, um 289 milljörðum króna, þegar yfirlitið var kynnt.

Í skýrslunni er lýst áhyggjum af skuldastöðu Baugs og heilbrigði efnahagsreiknings fyrirtækisins sagt „umdeilanlegt."




Tengdar fréttir

Milljarðalán bræðra fjármagnaði fasteignir og einkaflugvél

Lýður Guðmundsson, annar Bakkavararbræðra, tók lán hjá Kaupþingi í Lúxemborg upp á 12,75 milljónir punda, um 2,6 milljarða króna, til að fjármagna húsakaup sín í London. Lýður er í persónulegri ábyrgð fyrir láninu.

Ætla ekki að hjálpa Kaupþingi að fela óhreint tau

Í svarbréfi sem forsvarsmaður heimasíðunnar WikiLeak sendi lögmannateymi Kaupþings þverneitar hann að taka upplýsingar um lántakendur bankans út af síðunni líkt og lögmennirnir höfðu beðið hann um.

Yfirlýsing Kaupþings: Upplýsingar um lán brot á bankaleynd

Verið er að rannsaka uppruna upplýsinga um lántakendur Kaupþings sem birtust á heimasíðunni WikiLeak fyrir sólarhring, að því er fram kemur í yfirlýsingu bankans. Fjármáleftirlitinu hefur verið gert viðvart um málið.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×