Innlent

Þingfundir frestast um viku í viðbót

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þingfundir hefjast 10 ágúst. Mynd/ Valgarður.
Þingfundir hefjast 10 ágúst. Mynd/ Valgarður.

Þingfundir á Alþingi munu ekki hefjast à ný fyrr en mánudaginn 10. ágúst næstkomandi og verða þá haldnir á hefðbundnum fundartima. Þetta kemur fram á vef Alþingis í dag.

Nefndardagar verða frá þriðjudegi til föstudags í næstu viku. Gert var hlé á fundum Alþingis í lok síðustu viku og var sú skýring gefin að þingmenn þyrftu betra tækifæri til þess að fara yfir gögn í Icesave málinu.

Þá vinnur Hagfræðistofnun að greinagerð um mat Seðlabankans á áhrifum Icesavesamningsins, sem ekki verður tilbúinn fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku.

Fleiri fréttir

Sjá meira