Innlent

Gætu rekið Gæsluna í 34 ár fyrir skuldir Björgólfs

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það væri hægt að reka Gæsluna í 34 ár fyrir þá upphæð sem Björgólfur skuldar.
Það væri hægt að reka Gæsluna í 34 ár fyrir þá upphæð sem Björgólfur skuldar.
Það væri hægt að reka Landhelgisgæsluna í 34 ár fyrir þá upphæð sem skuldir Björgólfs Guðmundssonar nema, en það kostar um 2,8 milljarða að reka Landhelgisgæsluna samkvæmt fjárlögum 2009.

Björgólfur var úrskurðaður gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Heildarskuldir hans eru um 96 milljarðar króna og er um að ræða stærsta gjaldþrot einstaklings í Íslandssögunni. Þessi upphæð er 17% af heildarfjárlögum ríkisins, en þau nema 556 milljörðum króna fyrir árið 2009.

Til að átta sig betur á því hve miklar skuldir Björgólfs eru má jafnframt benda á að um 36 milljarða króna kostar að reka Landspítalann á einu ári. Má því segja að hægt sé að reka spítalann í rösklega tvö og hálft ár fyrir þá upphæð sem samsvarar skuldum Björgólfs. Röska 12 milljarða kostar að reka Háskóla Íslands á einu ári og væri hægt að reka skólann í átta ár fyrir þá upphæð sem skuldirnar nema.


Tengdar fréttir

Hundrað milljarða gjaldþrot Björgólfs

Eignir Björgólfs Guðmundssonar, sem hefur verið úrskurðaður gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur, rýrnuðu um 143 milljarði frá byrjun árs 2008.

Stærsta gjaldþrot Íslandssögunnar

Gjaldþrot Björgólfs Guðmundssonar er langstærsta gjaldþrot einstaklings hér á landi frá upphafi. Næst stærsta gjaldþrot einstaklings hér á landi var gjaldþrotaskipti bús Magnúsar Þorsteinssonar sem var náinn viðskiptafélagi Björgólfsfeðganna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×