Sport

SR Íslandsmeistari í íshokkí

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Mynd/SR

Skautafélag Reykjavíkur varð Íslandsmeistari í íshokkí í dag eftir sigur á Skautafélagi Akureyrar í úrslitakeppni Íslandsmótsins, 7-3.

SR hefndi þar með úrslitaeinvígisins í fyrra sem var eftirminnilegt. SR vann þá einvígið en SA kærði SR fyrir að nota ólöglegan leikmann. SA vann málið og varð þar með úrskurðað Íslandsmeistari.

SR vann leikinn í dag 7-3 og einvígið samtals 3-1. SA vann sinn eina leik norðan heiða í gær eftir framlengdan leik.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.