Innlent

Hjörleifur hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin

Hér má sjá Hjörleif Sveinbjörnsson með eiginkonu sinni Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.
Hér má sjá Hjörleif Sveinbjörnsson með eiginkonu sinni Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. MYND/ANTON BRINK
Íslensku þýðingaverðlaunin árið 2009 voru afhent á Gljúfrasteini í fimmta sinn í dag. Að þessu sinni hlaut Hjörleifur Sveinbjörnsson verðlaunin fyrir þýðingu sína sýnisbók kínverskrar frásagnarlistar frá fyrri öldum, Apakóngur á Silkiveginum.

Dómnefnd skipuðu þær Soffía Auður Birgisdóttir, formaður, Sigríður Harðardóttir og Marta Guðrún Jóhannesdóttir.

Eiginkona Hjörleifs er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×