Innlent

Búddahof reist við Rauðavatn

Frábær staður Í lítilli hvilft norðan við Rauðavatn í hvarfi austan við byggingu Morgunblaðsins rís hof búddista á Íslandi.
Frábær staður Í lítilli hvilft norðan við Rauðavatn í hvarfi austan við byggingu Morgunblaðsins rís hof búddista á Íslandi.

 „Þetta er gullfallegur staður,“ segir Vífill Magnússon arktitekt sem teiknað hefur búddahof sem byggja á við Rauðavatn. Búddistar á Íslandi hafa um árabil leitað að lóð fyrir hof sitt. Nú er lóðin loksins fundin fyrir hofið sem reisa á með atbeina auðkýfingsins Dr. Prasert Prasathong Osoth, eiganda Bangkok Airways, sem álítur hofið sem verður nyrsta búddahof heims geta dregið að sér marga erlenda ferðamenn.

Aðspurður kveðst Vífill ekki vita hvenær hefjast eigi handa við byggingu hofsins sem samtals verði á milli 500 til 600 fermetrar í þremur byggingum: hofinu sjálfu, félagsheimili og svokallaðri stúpu.

„Sá sem ætlar að fjármagna verkefnið er í ferðaiðnaði í Taílandi og þar er líka kreppa þótt hún sé ekki eins mikil og hér. Það er því spennandi að sjá hvenær þetta getur farið í gang,“ segir Vífill. - gar
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.