Innlent

Neyðarlínan var í meirihlutaeigu ríkisins

Neyðarlínan var ekki orðinn opinbert hlutafélag þegar Sjáfstæðisflokkurinn falaðist eftir framlagi til flokksins en félagið var hinsvegar í meirihlutaeigu ríkisins.

Í hádegisfréttum Bylgjunnar kom fram að Þórhallur Ólafsson, framkvæmdarstjóri Neyðarlínunnar, hefði sjálfur tekið ákvörðun um að greiða framlagið til Sjálfstæðisflokksins upp á þrjúhundruð þúsund krónur, sem er hæsta mögulega framlagið til stjórnmálaflokka.

Þá sagði Þórhallur ennfremur að enginn annar stjórnmálaflokkur, annar en Sjálfstæðisflokknum hefði óskað eftir framlagi frá Neyðarlínunni.

Neyðarlínan var venjulegt hlutafélag árið 2006 þegar Sjálfstæðisflokkurinn óskaði eftir framlaginu. Engu að síður átti ríkissjóður rúm fimmtíu og tvö prósent í Neyðarlínunni. Þá átti Reykjavíkurborg tíu og hálft prósent. Securitas hf átti 21 prósent og var næststærsti hluthafinn. Ríkið eignaðist þann hlut ári síðar, eða sumarið 2007. Sama ár og félaginu var breytt í ohf.

Aðrir sem áttu, og eiga hlut í Neyðarlínunni eru Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur bæði með rétt tæp átta prósentu eignarhlut.

Stjórnin var skipuð af fagaðilum úr þremur ráðuneytum sem öllum var stjórnað af Sjálfstæðisflokknum þegar styrkurinn var veittur. Þá sátu einnig fulltrúar frá Reykjavíkurborg auk Securitas.

Eftirfarandi sátu í stjórn árið 2006:

Stefán Eiríksson, dómsmálaráðuneytinu, formaður.

Guðmundur Arason, Securitas, varaformaður.

Jón Birgir Jónsson, samgönguráðuneytinu.

Þórhallur Arason, fjármálaráðuneytinu.

Kristbjörg Stephensen, Reykjavíkurborg.






Tengdar fréttir

Neyðarlínan styrkti Sjálfstæðisflokkinn

Opinbera hlutafélagið Neyðarlínan ohf greiddi Sjálfstæðisflokknum þrjúhundruð þúsund krónur í framlag til kosningabaráttu flokksins fyrir síðustu kosningar. Hámarks framlag til stjórnmálaafls eru þrjú hundruð þúsund krónur. Athygli vekur að ríkissjóður á 73,6 prósent í Neyðarlínunni, restin skiptist á milli Reykjavíkurborgar, Landsvirkjunnar og Orkuveitu Reykjavíkur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×