Innlent

Lönd fara á myntkortið við inngöngu

Á uppfærðri útgáfu frá á árinu 2005 má sjá að Noregi hefur verið bætt inn á kort sambandsins auk nýrra landa Evrópusambandsins í Austur-Evrópu.
Á uppfærðri útgáfu frá á árinu 2005 má sjá að Noregi hefur verið bætt inn á kort sambandsins auk nýrra landa Evrópusambandsins í Austur-Evrópu.

Íslandi verður bætt við á kort sem er á einnar og tveggja evru mynt Evrópusambandsins ef landið gengur í sambandið. Þetta kemur fram í svari framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins við fyrirspurn Fréttablaðsins.

Ísland er ekki á Evrópukorti á framhlið peninganna hvort sem um er að ræða upphaflega útgáfu frá 1999 eða uppfærða útgáfu frá 2005.

Árið 1999 þegar myntin var fyrst gefin út vantaði fjölmörg lönd sem nú eru í sambandinu. Í svari framkvæmdarstjórnarinnar segir að ákveðið hafi verið að gefa út nýja útgáfu af evrunni árið 2005 og öllum löndum sem þá voru aðilar að sambandinu bætt við. Einnig segir í svarinu að hér eftir verði öllum löndum bætt inn á við inngöngu.

Athygli vekur að Noregi var jafnframt bætt inn á kortið árið 2005 þótt landið sé ekki aðili að sambandinu. Í svari framkvæmdastjórnarinnar við því hvers vegna Noregur var settur inn á en ekki Ísland segir, að kortið eigi ekki að vera nákvæm lýsing á landafræði Evrópu heldur sýna Evrópu á listrænan og stílrænan hátt.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×