Viðskipti innlent

Hvernig fela menn peninga í skattaskjólum - síðari hluti

Gunnar Örn Jónsson skrifar
Önnur leið til að fela peninga í skattaskjólum er í gegnum svokallaða styrktarsjóði.

Til að byrja með stofnar aðili A, reikning í einhverri skattaskjólseyju.

Þegar því er lokið millifærir viðkomandi aðili pening inn í styrktarsjóðinn. Upphæðirnar eru vanalega greiddar inn í sjóðinn á mörgum tímapunktum og eru ákveðnar úthlutunarreglur við lýði í viðkomandi styrktarsjóði.

Sem fyrr, er lögfræðifyrirtæki sem sér um öll atriði er varða sjóðinn.

Margar greiðslur af mörgum reikningum eru millifærðar inn á styrktarsjóðinn og í flestum tilfellum er fjárhæðin sem safnast hefur í sjóðinn umtalsverð.

Úthlutunarreglurnar eru einfaldar

Það er einfaldlega úthlutað úr sjóðnum, oftast nokkrum sinnum á ári, til þeirra einstaklinga sem stofnuðu viðkomandi úthlutunarsjóð.

Peningarnir eru því einfaldlega færðir frá aðila A og inn í styrktarsjóð. Síðan eru peningarnir teknir út úr styrktarsjóðnum og beinustu leið aftur til einstaklings A eða allra þeirra aðila sem hafa þegar borgað í sjóðinn. Úthlutun úr sjóðnum fer vanalega fram nokkrum sinnum á ári.

Þetta er svipuð aðferð og notuð er þegar um peningaþvætti er að ræða. Þó skal tekið fram að slík millifærsla á peningum sem hér um ræðir, hefur verið við lýði um áraraðir og er ekkert ólöglegt við þessa gjörninga samkvæmt lagabókstaf í viðkomandi skattaskjólsríki.




Tengdar fréttir

Millifærðu milljarða í skattaskjól rétt fyrir hrun

Nokkrir af ríkustu mönnum Íslands millifærðu milljarða af gjaldeyrisreikningum sínum í íslenskum banka yfir á nýstofnaða reikninga í erlendum skattaskjólum á sama tíma og tilkynnt var um þjóðnýtingu Glitnis í lok september á síðasta ári. Um er að ræða einstaklinga sem tengjast bankanum sterkum böndum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×