Viðskipti innlent

Flutti til Rússlands rétt fyrir kyrrsetningu

Valur Grettisson skrifar
Magnús Þorsteinsson, flutti til Rússlands stuttu áður en Straumur krafðist gjaldþrots.
Magnús Þorsteinsson, flutti til Rússlands stuttu áður en Straumur krafðist gjaldþrots.

Auðmaðurinnn Magnús Þorsteinsson færði lögheimili sitt til Rússlands stuttu áður en gjaldþrotamál Straums Burðarás gegn honum var tekið fyrir í Héraðsdómi norðurlands eystra. Það var lögfræðingur sóknaraðila, Gísli Guðni Hall sem benti á þetta í aðalmeðferð málsins sem fór fram í morgun.

Ástæðan fyrir gjaldþrotakröfunni er sú að fjárfestingafélagið BOM ehf tók tólfhundruð milljón króna lán til þess að kaupa hlut í Icelandic Group. Lánið var veitt árið 2005. Upprunalegir lántakendur voru þeir Baldur Guðnason og Steingrímur H. Pétursson, eigendur Sjafnar.

Það var svo árið 2007 sem Magnús keypti BOM og skrifaði undir sjálfskuldarábyrg upp á 930 milljónir króna.

Lögfræðingur Magnúsar, Benedikt Ólafsson, hélt því fram í héraðsdómi í morgun að bankinn hefði gert samkomulag við Magnús um að hann þyrfti ekki að borga peninginn, þrátt fyrir sjálfskuldaábyrgðina. Hann segist hafa undir höndum tölvupósta milli Magnúsar við stjórnanda bankans sem staðfesti þetta.

Svo virðist sem ábyrgð Magnúsar upp á tæpan milljarð hafi verið málamyndunargjörningur. Sjálfur telur lögmaður Magnúsar að krafan sé óréttmæt.

Krafa lögmanns Straums Burðarás var sú að eignir Magnúsar yrðu kyrrsettar. Þá kom í ljós að það er að öllum líkindum of seint því hann flutti lögheimili sitt til Rússlands. Sjálfur hélt Gísli því fram í héraði að það hefði hann gert örstuttu áður en málið var tekið fyrir.

Þess má geta að fyrrum eigandi fjárfestingabankans Straums var Björgólfur Thor Björgólfsson auk föður hans Björgólfs Björgólfssonar. Magnús og Björgólfarnir högnuðust gríðarlega úti í Rússlandi á tíunda áratugnum þegar þeir keyptu og ráku saman bjórverksmiðju.

Niðurstaða dómara um kyrrsetningu eigna Magnúsar og hvort bú hans verði tekið til gjaldþrotaskipta, mun liggja fyrir á mánudaginn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
1,8
6
20.349
MARL
1,32
4
79.593
HAGA
0,74
3
141.155
N1
0,41
5
190.896
EIK
0,26
3
34.958

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-0,98
2
15.300
EIM
-0,73
4
23.410
SIMINN
0
4
20.348
SKEL
0
4
16.241
HEIMA
0
1
220
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.