Innlent

Lögreglumaðurinn kinnbeinsbrotinn

Lögreglumaðurinn sem fékk grjót í andlitið við mótmælin við Hótel Borg í gærkvöldi var fluttur á slysadeild þar sem kom í ljós að hann er kinnbeinsbrotinn. Þrír voru handteknir og yfirheyrðir vegna málsins.

Upp úr sauð í gærdag þegar bein útsending Stöðvar 2 frá hinni árlegu Kryddsíld stóð yfir á Hótel Borg. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu segir að um 200 manns hafi safnast þar saman og látið ófriðlega. Meðal annars hafi litlum sprengjum verið kastði inni og myndaðist talsverður reykur en mótmælendum tókst ekki að komast inn í útsendingarsalinn.

Lögreglan beitti varnarúða en margir mótmælendanna létu mjög ófriðlega. Þeir létu sér ekki segjast og hófu ennfremur grjótkast og fóru lögreglumenn ekki varhluta af því.

Hinir handteknu, sem allir neituðu að hlýða fyrirmælum lögreglu, eru á þrítugs- og sextugsaldri og einn er undir tvítugu. Þeir voru færðir á lögreglustöð og verða yfirheyrðir þar.

Hægt er að horfa á myndskeið frá mótmælunum með þessari frétt.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×