Innlent

Björgólfur Guðmundsson úrskurðaður gjaldþrota

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgólfur Guðmundsson er gjaldþrota. Mynd/ Pjetur.
Björgólfur Guðmundsson er gjaldþrota. Mynd/ Pjetur.
Björgólfur Guðmundsson var úrskurðaður gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þetta fékk Visir.is staðfest frá Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu.

Björgólfur óskaði sjálfur eftir gjaldþrotaskiptum samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Friðgeirssyni, talsmanni Björgólfsfeðga.





Gjaldþrotið nemur tæpum 100 milljörðum


„Í bréfi til Héraðsdóms Reykjavíkur gerir Björgólfur Guðmundsson grein fyrir því að frá ársbyrjun 2008 hafa persónulegar ábyrgðir og skuldbindingar hans u.þ.b. tvöfaldast vegna yfirtöku hans á ábyrgðum í þágu félaga honum tengdum og gengisfalls íslensku krónunnar og nema því nú alls um 96 milljörðum króna. Á sama tíma hafa eignir hans sem námu um 143 milljörðum króna horfið að mestu vegna yfirtöku ríkisins á hlutabréfum hans í Landsbankanum og Straumi og verulegraverðmætarýrnunar annarra fyrirtækja, sem hann var hluthafi í. Hreinar eignir hans námu í upphafi árs 2008 um 100 milljörðum króna og námu þá skuldir um 35% af heildareignum," segir í tilkynningu frá Ásgeiri Friðgeirssyni.



Heldur húsinu sínu


„Að gefnu tilefni vill Björgólfur upplýsa fjölmiðla um að heimili hans, sem orðið hefur fyrir árásum undanfarnar vikur, hefur ætíð verið í eigu konu hans en hún erfði húseignina frá foreldrum sínum sem reistu húsið fyrir röskri hálfri öld," segir í tilkynningunni





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×