Innlent

Persónuvernd gerir ekki athugasemdir við gagnagrunninn

Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar.
Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar. Mynd/Pjetur
Persónuvernd gerir ekki athugasemdir við gagnagrunn fyrirtækis Jóns Jósefs Bjarnasonar, tölvunarfræðings, um tengsl manna í viðskiptalífinu sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum að undanförnu.

Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, sagði fyrr í vikunni að mistök hafi valdið því að IT Ráðgjöf og hugbúnaðarþjónusta, fyrirtæki Jóns, fékk aðgang að fyrirtækjaskrá til þess að búa til gagnagrunninn. Sjálfur sagði Jón í samtali við Fréttablaðið að embætti Ríkisskattastjóra hafa vegið af mannorði sínu í fréttatilkynningu 16. september. Þar kom fram að til athugunar væri hvort Jón hafi tekið upplýsingar til að nota í gagnagrunninn í heimildarleysi en Jón er fyrrverandi starfsmaður Ríkisskattstjóra.

Persónuvernd hefur haft málið á sínu borði frá því í byrjun september. Stofnunin segir að vinnsla persónuupplýsinga IT Ráðgjöf og hugbúnaðarþjónusta falli ekki undir reglur um leyfisskyldu. Persónuvernd geri því ekki athugasemdir við gagnagrunninn.




Tengdar fréttir

Grunaður um að taka upplýsingar frá RSK án leyfis

Grunur leikur á að forráðamaður IT ráðgjafar og hugbúnaðarþjónustunnar ehf., sem ætlaði að fara að birta upplýsingar um tengsl fyrirtækja og einstaklinga úr fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, hafi tekið með sér í heimildarleysi ýmsar upplýsingar þegar hann hætti störfum hjá ríkisskattstjóra.

Segir starfsleyfi frá Persónuvernd hafa skort

Ríkisskattstjóri segir að IT Ráðgjafar og hugbúnaðarþjónusta hafi ekki haft starfsleyfi frá Persónuvernd þegar samningur var gerður um miðlun upplýsinga úr hlutafélagaskrá. Samningurinn var gerður í trausti þess að slíkt leyfi lægi fyrir áður en niðurhal og notkun upplýsinga hæfist. Þegar í ljós kom að svo var ekki var lokað fyrir aðgang hlutaðeigandi.

Ráðfærir sig við lögfræðinga

Jón Jósef Bjarnason, sem bjó til gagnagrunn um tengsl manna í viðskiptalífinu, segir að Ríkisskattstjóri hafi vegið að mannorði sínu með fréttatilkynningu sem embættið sendi út í fyrrakvöld. Þar segir að til athugunar sé hvort Jón hafi tekið upplýsingar til að nota í gagnagrunninn í heimildarleysi en Jón er fyrrverandi starfsmaður Ríkisskattstjóra. Eins er upplýst í fréttatilkynningunni að einkahlutafélag Jóns Jósefs hafi ekki skilað frá sér ársreikningi undanfarin þrjú ár.

Persónuvernd veiti leyfi

Ríkisskattstjóri segir að mistök hafi valdið því að Jón Jósef Bjarnason tölvunarfræðingur fékk aðgang að fyrirtækjaskrá til þess að búa til gagnagrunn með myndrænum upplýsingum um tengsl manna í viðskiptalífinu. Persónuvernd hefur málið nú til meðferðar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×