Innlent

Raddir fólksins boða til mótmælafundar

Frá mótmælafundi Radda fólksins á Austurvelli í janúar sl.
Frá mótmælafundi Radda fólksins á Austurvelli í janúar sl.

Samtökin Raddir fólksins standa fyrir útifundi á Austurvelli á morgun. Þetta er 22. vika útifundanna og 28 mótmælafundurinn á Austurvelli undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástandinu, að fram kemur í tilkynningu frá samtökunum.

Ræðumenn verða Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur og Carlos Ferrer guðfræðingur og kennari.

Í tilkynningu segir að Raddir fólksins séu óflokkspólitísk samtök sem byggja á sjálfsprottnu og ólaunuðu framtaki þjóðhollra Íslendinga sem blöskrar aðför bankastjórna, fjárglæpamanna og stjórnmálamanna að sjálfstæði þjóðarinnar.

,,Af gefnu tilefni frábiðjum við okkur að vera bendluð við það ólýðræðislega flokksræði sem ræður ríkjum á Alþingi. Framtíð landsins byggist á því að þjóðin hreinsi til á þingi og í stjórnkerfinu. Flokkakerfið hefur brugðist og nú verður að skrifa nýja stjórnarskrá með breyttum pólitískum leikreglum."
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.