Innlent

Skeiðará komin yfir í Gígjukvísl

„Við skjótum á að helmingurinn af Skeiðará sé farin yfir í Gígju," segir Jón Ragnarsson, starfsmaður Vegagerðarinnar á Höfn.

Samkvæmt mælum virðist sem vestari kvísl Skeiðarár hafi hætt að renna í farvegi árinnar um klukkan tvö aðfaranótt mánudags og flætt yfir í Gígjukvísl.

Jón segir að við þessum breytingum hafi verið búist þótt ekki hafi verið fyrirséð hvenær þær myndu verða.

„Jökullinn hopar svo mikið að hann er kominn frá háum jökulöldum við upptökin. Þannig að vestari hlutinn fossar nú vestur fyrir ölduna og í Gígju," útskýrir Jón sem aðspurður telur um varanlega breytingu að ræða. „Nema þá að jökullinn fari að ganga fram aftur."

Að sögn Jóns getur brúin yfir Gígju annað þessu aukna vatnsmagni eins og staðan er núna. „En ef það kemur hlaup er ég smeykur um að vegurinn geti lokast." - gar



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×