Innlent

Kjör neytenda myndu stórbatna við aðild Íslands að ESB

Gísli Tryggvason, er talsmaður neytenda.
Gísli Tryggvason, er talsmaður neytenda.

Talsmaður neytenda telur réttindi neytenda lítið breytast þó að aukaaðild Íslands að ESB yrði að fullri aðild. Öðru máli gegni hins vegar um kjör neytenda sem myndu stórbatna við aðild sem og möguleikar íslenskra aðila til þess að bæta stöðu neytenda hérlendis.

Þetta kemur fram í nýlegu svarbréfi til nefndar á vegum Stjórnarráðsins um þróun Evrópumála þar sem Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, var beðinn um mat á hagsmunum við aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Talsmaður neytenda telur að réttur neytenda til eigin innflutnings muni batna með inngöngu. Einnig fullyrðir hann að lánakjör neytenda muni stórbatna og verðlag lækka töluvert.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.