Innlent

Björgunarafrekið við Steinsholtsá - myndir

Björgunarsveitamenn á Suðurlandi unnu frækilegt afrek þegar þeir komu þremur mönnum til bjargar í Steinsholtsá í Þórsmörk í gærkvöldi. Svæðisstjóri björgunarsveita á Suðurlandi sem var á vettvangi segir að einn mannanna hafi hangið utan á bifreið mannanna sem sat föst úti í miðri á.

Miklir vatnavextir hafa verið á Þórsmerkursvæðinu undanfarið vegna hlýjinda og mikillar úrkomu en mennirnir þrír ætluðu yfir ána á jeppabifreið. Bifreiðin festist og flaut niður með ánni, en tveir mannanna voru uppi á þaki bílsins þegar björgunarsveitin kom á vettvang, og einn þeirra hékk utan á bílnum.

Jón Hermannsson er fulltrúi svæðisstjórna björgunarsveita á svæðinu. Hann var á vettvangi í gærkvöldi. Hann segir að lína hafi verið sett út til mannanna og menn í blautbúningum hafi verið á leiðinni út í þegar stór bíll frá flugbjörgunarsveitinni á Hellu kom á vettvang. Sá bíll keyrði út í ánna, að bílnum sem sat fastur og tók mennina yfir. Mennirnir voru síðan keyrðir í landi þar sem þeim var veitt aðhlynning, en þeir höfðu verið á þaki bílsins í um tvo klukkutíma.

Í myndaalbúminu hér að neðan má sjá myndir sem teknar voru af björgunarsveitamönnum á vettvangi.











Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×