Innlent

Ísbjörninn í miðju æðarvarpinu

Ísbjörninn sem felldur var á Þverárfjalli fyrir skemmstu.
Ísbjörninn sem felldur var á Þverárfjalli fyrir skemmstu.

Ísbjörninn sem gekk á land á Skagatá í Skagafirði er rólegur að sögn sjónarvotta og situr eins og er í æðarvarpinu við Hraun. Þar mun hann hafa gætt sér á eggjum úr varpinu og varpið er því í mikilli hættu.

Það var tólf ára stúlka Karen Helga Steinsdóttir, sem uppgötvaði að hann væri kominn á land á Skaga um hálfeitt í dag. Eftir því sem systir hennar, Herdís, segir var fólk að hreinsa dún að Hrauni þegar hundurinn á heimilinu æddi út í æðarvarp. Þar má hann ekki vera vegna varpsins og því elti stúlkan hann þangað. Þar sá hún eitthvað hvítt sem hún taldi í fyrstu vera áburðarpoki en brá heldur betur þegar í ljós kom að um ísbjörn var að ræða.

Lögregla hefur lokað af svæðinu og íbúar á nærliggjandi bæjum eiga að halda sig inni. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki eru allir tiltækir lögreglumenn á staðnum en ekki liggur fyrir hvort björninn verður tekinn af lífi eins og björninn sem uppgötvaðist á Þverárfjalli, ekki langt þarna frá, fyrir um tveimur vikum.


Tengdar fréttir

Verið að athuga hvort raunhæft er að svæfa ísbjörninn

,,Nú eru aðstæður allt aðrar og allir í öruggu skjóli," segir Þorsteinn Sæmundsson, forsöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra, þegar Vísir náði tali af honum rétt í þessu og spurði um næstu skref varðandi ísbjörninn á Skagatá.

Árni: Vonar að ísbirninum verði hlíft

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, vonast til þess að hægt verði að hlífa ísbirninum sem gekk á land í þetta sinn við Hraun á Skagatá.

Flókið að fanga ísbjörninn

Sigurður Jónsson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að stofnunin sé að afla sér upplýsinga um ísbjörninn sem gekk á land á Skagatá. Umhverfsstofnun vinnur með yfirvöldum fyrir norðan að málinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×