Lífið

Týr með Orminn langa á leiðinni til landsins

Færeyska hljómsveitin Týr er væntanleg til landsins. Hljómsveitin sló í gegn hér á landi fyrir nokkrum árum með laginu Ormurinn langi. Týr mun í þetta sinn koma fram á þrennum tónleikum.

Föstudaginn 3. október heldur sveitin til Akureyrar og spilar á Græna Hattinum ásamt Hvanndalsbræðrum og Disturbing Boner. Degi síðar verður slegið upp heljarinnar veislu á Nasa, þar sem sveitin mun nýta fulltingis hljómsveita á borð við Mammút og Severed Crotch. Þriðju og seinustu tónleikunu fara fram í Hellinum sunnudaginn 5. október.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.