Fótbolti

Árni Gautur til Odd Grenland

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Árni Gautur Arason er á leið til Odd Grenland.
Árni Gautur Arason er á leið til Odd Grenland. Mynd/Scanpix

Árni Gautur Arason er á leið til norska B-deildarliðsins Odd Grenland eftir því sem kemur fram í norskum fjölmiðlum í dag.

Hann hefur verið án félags síðan hann fór frá Thanda Royal Zulu í Suður-Afríku í vor en þar áður spilaði hann með Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni. Hann lék einnig lengi með Rosenborg þar í landi og varð margfaldur norskur meistari.

Odd Grenland er í efsta sæti norsku B-deildarinnar með eins stigs forystu á Start. Vörn liðsins hefur þó ekki nógu sterk að undanförnu og nú síðast tapaði liðið fyrir Sandefjord í gærkvöldi þar sem Kjartan Henry Finnbogason skoraði eitt marka leiksins.

Talið er líklegt að Árni Gautur verði orðinn klár í markið hjá Odd Grenland er félagið mætir Sogndal á útivelli á sunnudaginn.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.