Innlent

Annar ísbjörn á Skaga - hélt að ísbjörninn væri áburðarpoki

Ísbjörninn sem kom á Þverárfjall á dögunum.
Ísbjörninn sem kom á Þverárfjall á dögunum.

Annar ísbjörn hefur gengið á land, í þetta sinn við Hraun á Skagatá. Lögregla hefur lokað svæðinu en ekki er vitað hvað hún mun til bragðs taka.

 

Aðeins eru um tvær vikur síðan ísbjörn var felldur ekki langt þar frá eftir að menn óku fram á hann á Þverárfjalli milli Blönduóss og Sauðarárkróks.

Vísir náði tali af Herdísi Steinsdóttur, heimasætu á Hrauni II. Hún sagði ísbjörninn um 200 metra frá húsi hennar og fjölskyldu hennar en gat ómögulega metið hvort hann væri stór. „Ég hef aldrei séð í ísbjörn áður," sagði Herdís. Henni og um tíu öðrum, meðal annars fólki af nágrannabæjum, er sagt að halda sig inni meðan lögregla glímir við björninn. Hans varð vart um klukkan hálfeitt.

Aðspurð um það hvernig fólkið hafi uppgötvað ísbjörninni sagði Herdís að hún hefði verið ásamt hópi fólks að hreinsa dún. „Hundurinn æddi allt einu geltandi út í Múla þar sem æðarvarpið er og þar má hann ekki vera vegna varpsins. Systir mín Karen fór því á eftir honum og sá eitthvað hvítt sem hún hélt fyrst að væri áburðarpoki. Hins vegar kom hún hlaupandi til baka og sagði að hún hefði séð ísbjörn," Herdís.

Aðspurð sagði hún engan beyg í fólkinu þrátt fyrir þetta enda væru allir innan dyra. Þrír bæir eru á Skagatá þar sem björninn gekk á land, Hraun sem lengi verið veðurathugunarstöð, Hraun II og Hraun 3.


Tengdar fréttir

Viðbragðsáætlun hefði átt að vera til

Að mati Árna Finnssonar, formanns Náttúruverndarsamtaka Íslands, hefði Umhverfisstofnun átt að hafa til taks viðbragðsáætlun þegar upp komst að ísbjörn væri á landi í Skagafirði.

Leitað að fleiri hvítabjörnum

Í kjölfar þess að ísbjörn var felldur á Laxárdalsheiði í Skagafirði í vikunni þótti lögreglunni á Sauðárkróki ástæða til að ganga úr skugga um að fleiri bjarndýr gengju ekki laus á svæðinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×