Innlent

Fjármálaráðherra er umhugað um fólkið

Árni Mathiesen fjármálaráðherra var staddur á Selfossi þegar Vísir hafði samband við hann.
Árni Mathiesen fjármálaráðherra var staddur á Selfossi þegar Vísir hafði samband við hann.

Árni Mathiesen segir ljóst að jarðskjálftinn í dag verði ræddur á fundi ríkisstjórnarinnar sem haldinn er á morgun. Árni er staddur á Selfossi til að kynna sér aðstæður og hafði einnig komið við í Hveragerði. Árni segir að eyðileggingin sé talsverð.

„Húsin hérna eru skemmd. Þú sér ekki mikið utan á þeim þó þau geti verið skemmd, en innan dyra er allt runnið niður, skápar og málverk, allt farið niður," segir Árni. Hann segist þó ekki gera sér nákvæmlega grein fyrir því hve mikil eyðileggingin er. „Ég er svo sem ekki búinn að leggja heildstætt mat á þetta. Ég hef meira verið að hugsa um fólkið, sérstaklega gamla fólkið," segir Árni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×