Stöð 2

Úr öskustó

Eiga Afganar sér einhverja framtíð nú í kjölfar þriggja áratuga stríðsátaka? Kompás var í þessu hrjáða landi nýverið og grennslaðist fyrir um væntingar og vonir - horfur og framtíð karla, kvenna og ekki síst barna í Afganistan.

Þó að ótrúlegt megi virðast tengjast Íslendingar viðsnúningi í átakasögu Afganistan. Og nú ætlar íslenska friðargæslan að auka hlut sinn í landinu þar sem afar deildar meiningar eru það hvort og hversu mikið hafi áunnist með aðgerðum fjölþjóðaherjanna á liðnum arum.

IRI
Íslenskir friðargæsluliðar hafa verið í Afganistan síðustu ár.
IRI
Sprengingin í Kjúklingastræti í október 2004 markaði upphafið að nýrri skálmöld í Afganistan. Tveir létust, þar á meðal ung stúlka að nafni Feriba. Hún var fyrirvinna átta manna fjölskyldu. IRI
Farima, frænla Feribu, var með henni þegar sprengingin sprakk. IRI
Íslenskir friðargæsluliðar voru í Kjúklingastræti þegar sprengingin varð. Einn þeirra slasaðist en þó ekki alvarlega. Fréttablaðið skrifaði um málið á sínum tíma.
IRI
Bláa moskan í Kabúl IRI
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir átti fund með Hamid Karzai, forseta Afganistan, í ferð sinni til landsins á dögunum. IRI
IRI
IRI
IRI
IRI
IRI
IRI
IRI
IRI
IRI
IRI
Skiptin þjóðarbrota í Afganistan.
IRI
IRI
Þegar talibanar voru við völd var stúlkum meinað að ganga í skóla. Sífellt fleiri stúlkur fá nú að mennta sig. IRI
IRI
IRI
Hussn Banu Ghazanfar kvennamálaráðherra Afganistan. IRI
Ópíumrækt er gríðarleg í Afganistan en um 93% af heróíni í heiminum er ræktað í Afganistan.
Veltan í ópíumræktinni er talin nema fjórum milljörðum bandaríkjadala á ári hverju sem eru um 53% af opinberri landsframleiðslu Afganistan.
IRI
IRI
IRI

Tengdar fréttir

Friðargæsla?

Þó að friðargæslustörf Íslendinga í Afganistan verði færð í auknum mæli í borgalegan búning verður hún framkvæmd innan vébanda hernaðarmaskínu fjölþjóðaherja. Efasemdir heyrast um réttmæti þess að samþætta hernaðarverkefni og þróunaraðstoð með þessum hætti. Utanríkisráðherra var í Afganistan á dögunum, í landinu þar sem einfaldar lausnir eru ekki í boði.

Kompásstikla - Afganistan

Fariba litla sem lest í sprengjuárás á íslenska friðargæsluliða í Kjúklingastræti í Kabúl er enn sárlega syrgð. Árásin breytti lífi fjölskyldunnar og ásýnd friðargæslunnar en var einnig vendipunktur í átakasögu Afganistan. Fjölþjóðaherinn telur sig vera að ná tökum á stríðsástandinu en fáir taka undir þá bjartsýni. Utanríkisráðherra ætlar að auka þáttöku Íslendinga í Afganistan þar sem hörmungarnar ætla engan endi að taka. Kompás er á dagskrá kl. 21:50 á þriðjudögum á Stöð 2.


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.