Innlent

Vill bjóða vörubílstjórum í kaffi

Árni Mathiesen
Árni Mathiesen

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segist hafa fylgst með mótmælum vörubílstjóra og vill helst að þeir kíki til sín í kaffi. Þetta kom fram í viðtali við Árna í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær.

„Ég hef verið að fylgjast með þessu en finnst þetta ekki skemmtilegar aðferðir til þess að ná mínum eyrum. Það myndi alveg duga að spyrja hvort þeir mættu ekki koma í kaffi," sagði Árni í viðtalinu.

„Ég er tilbúinn til þess að ræða við þá um þessi mál en yrði glaðari að ræða við þá ef þæeir hættu þessum ósköpum á vegunum."

Hægt er að hlusta á viðtalið hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×