Innlent

Bensínverði líka mótmælt á Höfn

Frá aðgerðunum í dag.
Mynd: Hornafjordur.is
Frá aðgerðunum í dag. Mynd: Hornafjordur.is

Umferðatöf varð við Lónsvegamót á Höfn í Hornafirði frá kl 16.45 til 17.10 í dag en lokuðu nokkri ökumenn veginum ökutækjum sínum.

"Við viljum með þessu sýna flutningabílstjórum samstöðu í mótmælum þeirra á því okurverði sem orðið er á olíu og bensíni, mál sem snertir okkur öll, og krefjast þess að stjórnvöld taki á málinu og lækki verðið," sagði Kristjana Jensdóttir leigubílstjóri á Höfn við Hornafjordur.is.

Fátt var þarna um flutningabíla á þessum tíma dags en nokkur bílaröð myndaðist út frá vegamótunum til allra átta og sýndu flestir skilning og samstöðu á lokun vegarins.

Kristjana sagði að mótmælum yrði haldið áfram yrði ekkert gert til úrbóta.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.