Viðskipti innlent

Rekstur Seðlabankans skilaði 1,2 milljarða kr. tapi í fyrra

Tap varð á rekstri Seðlabanka Íslands á liðnu ári og nemur það rúmlega 1,2 milljarði króna. Árið áður eða 2006 varð hinsvegar tæplega 12 milljarða króna hagnaður af rekstri bankans.

Fjallað er um reksturinn í ársskýrslu Seðlabankans sem birt var á aðalfundi bankans nú fyrir helgina. Þar segir að hin mikla breyting á rekstri bankans úr góðum hagnaði 2006 og yfir í tap á síðasta ári skýrist fyrst og fremst af gengismun.

Árið 2006 nam gengishagnaður tæpum 12 milljörðum kr. en á síðasta ári nam gengistap tæpum 6 milljörðum kr.

Sé gengistapið talið frá nam hagnaðurinn af rekstri Seðlabankans á síðasta ári tæplega 4,7 milljörðum kr.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
0,13
8
145.800
HAGA
0
1
22.100

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
-3,42
12
58.006
ICEAIR
-1,9
20
128.721
EIK
-1,62
5
64.215
SKEL
-1,47
6
45.615
REGINN
-1,46
3
22.355