Innlent

Um 1600 einstæðir foreldrar leigja en fá ekki húsaleigubætur

MYND/Vilhelm

Um sextán hundruð einstæðir foreldar á höfuðborgarsvæðinu áttu hvorki fasteign né fengu húsaleigubætur í fyrra og ekki liggja fyrir upplýsingar um búsetuaðstæður þeirra. Þetta kemur fram í svari Jóhönnu Sigurðardóttur við fyrirspurn Hönnu Birnu Jóhannsdóttur, varaþingmanns Frjálslynda flokksins.

Hanna Birna spurði hvort vitað væri hversu margir einstæðir foreldrar á höfuðborgarsvæðinu byggju í leiguhúsnæði og eigin húsnæði. Samkvæmt tölum ríkisskattstjóra áttu tæplega 4600 af þeim tæplega átta þúsund einstæðu foreldrum sem töldu fram til skatts í fyrra eigin fasteign.

Um 3400 áttu ekki fasteign en um 1600 manns fengu húsaleigubætur í desember í fyrra, eða um fimmtungur þeirra einstæðu foreldra sem töldu fram á höfuðborgarsvæðinu og um helmingur þeirra sem ekki áttu eigin fasteign.

Ekki eru hins vegar fyrirliggjandi upplýsingar um búsetuaðstæður annarra einstæðra foreldra og fjölskyldna þeirra, þ.e. þeirra tæplega 1.600 einstæðu foreldra sem hvorki áttu fasteign né fengu húsaleigubætur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×