Innlent

Ungir jafnaðarmenn lýsa yfir vonbrigðum með ákvörðun Ólafs

Ólafur F. Magnússon er næsti borgarstjóri Reykjavíkurborgar.
Ólafur F. Magnússon er næsti borgarstjóri Reykjavíkurborgar.
Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík lýsa yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa, að slíta samstarfi sínu við fráfarandi meirihluta í borgarstjórn og mynda nýjan meirihluta með Sjálfstæðisflokki. Þær ástæður sem Ólafur hefur gefið fyrir samstarfsslitunum eru að mati UJR afar ótrúverðugar enda ljóst að borgarfulltrúinn, sem sneri aftur til starfa á vettvangi borgarstjórnar fyrir einungis sjö vikum, hefur ekki gefið sér mikinn tíma til að koma stefnumálum sínum í framkvæmd innan fráfarandi borgarstjórnarmeirihluta.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×