Innlent

Tuttugu mínútur í sjö

Dagur B Eggertsson og Björn Ingi Hrafnsson.
Dagur B Eggertsson og Björn Ingi Hrafnsson.

Ólafur F Magnússon hringdi í Dag B Eggertsson borgarstjóra tuttugu mínútum áður en nýr meirihluti í borgarstjórn var kynntur á blaðamannafundi á Kjarvalsstöðum klukkan 19:00. Þetta kom fram í viðtali við Dag á Stöð 2 fyrir stundu.

Dagur sagðist hafa talað sex sinnum við Ólaf F í dag þegar fréttir af málinu fóru að spyrjast út. Þar fullvissaði Ólafur Dag um að allt væri í lagi.

Dagur sagði þá félaga hafa hlegið af gylliboði Sjálfstæðismanna um að Ólafur yrði borgarstjóri. Það virtist liggja vel á gamla meirihlutanum í Ráðhúsinu fyrir stundu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×