Innlent

Neitaði að tjá sig um heilsuna

Vilhjálmur Þ og Ólafur F
Vilhjálmur Þ og Ólafur F

Ólafur F Magnússon nýr borgarstjóri Reykvíkinga neitaði að svara spurningum fjölmiðla um heilsu sína. Honum fannst spurningin óveiðeigandi en mikið hefur verið rætt um heilsu Ólafs F eftir að hann tók sæti í borgarstjórn Reykjavíkur.

Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson kom Ólafi til varnar og sagðist hafa þekkt hann í yfir 20 ár. Hann var alveg jafn traustur nú og á þeim árum sem þeir hafa þekkst.

Skemmst er að minnast umræðna um það þegar Ólafur skilaði inn læknisvottorði eftir að hann tók sæti í borgarstjórn en hann hafði verið í veikindaleyfi í nokkurntíma.

Samkvæmt heimildum Vísis hefur Ólafur F Magnússon lítið mætt á fundi eftir að hann tók sæti í borgarstjórn.

Vilhjálmur sagðist ánægður með að nú hefði myndast góður og traustur meirihluti á milli Frjálslyndra og Sjálfstæðismanna. Samstarfið sé byggt á traustum og málefnanlegum grunni. Hann sagði þessa flokka eiga margt sameiginlegt en lesinn var upp málefnasamningur sem var stuttur en skýr að mati Vilhjálms.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×